Skilmálar

(Mjög svo nauðsynlegar (en mögulega leiðinlegar) upplýsingar 🙂 )

Afhending:

Öll námskeið eru kennd í fjarnámi yfir netið. Tenglar fyrir kennsluna eru sendir í tölvupósti og því mikilvægt að tölvupóstfangið sé rétt skráð.

Öll einkaráðgjöf er kennd yfir netið. Tenglar til að hittast eru sendir í tölvupósti og því mikilvægt að tölvupóstfangið sé rétt skráð.

Meðferð persónuupplýsinga:

Persónuupplýsingar eru ekki geymdar hjá Ragnheiði Guðjónsdóttur nema nafn og tölvupóstfang.

Greiðslur:

Allar greiðslur fara í gegnum Paypal.

Paypal er endursöluaðili fyrir Ragnheiði Guðjónsdóttur og á kreditkortayfirliti þínu mun standa
Paypal – RGUDJONS-NN (eða RGUDJONS-NAERANDI).

Endurgreiðsluskilmálar:

Námskeið:

Námskeið eru ekki endurgreidd nema eftir þriðjungsreglunni.

Nánari útskýring á þriðjungsreglunni.

Þriðjungsreglan: Ef þú ert óánægð/ur eftir að þú hefur fengið aðgang að þriðjungi og/eða þriðjungur af námskeiðinu hefur verið kennt þá geturðu fengið námskeiðið endurgreitt. Engar endurgreiðslur eru heimilaðar eftir að meira en þriðjungur af námskeiði hefur verið haldinn og/eða þú fengið aðgang að meira en þriðjungi af kennsluefninu.

Einkaráðgjöf:

Aðrar reglur gilda um einkaráðgjöf. Í einkaráðgjöf gilda sambærilegar reglur og hjá öðrum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum s.s. sálfræðingum og sjúkraþjálfurum. Tíminn fæst ekki endurgreiddur nema hann sé afbókaður með minnst 24 stunda fyrirvara.

Ef um veikindi er að ræða samdægurs þarf að láta vita með tölvupósti fyrir kl. 9 árdegis og bóka nýjan tíma í bókunarkerfinu.

Einkaráðgjöf 6 vikna: Ef óskað er eftir endurgreiðslu áður en 3. tími hefst verða þeir tímar sem eftir eru endurgreiddir þ.e. 2/3 af ráðgjöfinni.

Einkaráðgjöf 12 vikna: Ef óskað er eftir endurgreiðslu áður en 5 tími hefst verða þeir tíma sem eftir eru endurgreiddir þ.e. 2/3 af ráðgjöfinni.

 

Raffræðsla:

Raffræðsla– Öll kaup á raffræðslu sem er send samstundis í tölvupósti eru endanleg og fást ekki endurgreidd nema um galla sé að ræða í tengli.

 

Tengiliðsupplýsingar:

 

Ragnheiður Guðjónsdóttir, næringarfræðingur M.Sc.

Tölvupóstur: rgudjons @ rgudjons.com