Svefn er mikilvægur til að endurnæra líkama og huga.

Fólk þarf mismunandi mikinn svefn og það er skiptar skoðanir um hvað er hæfilega mikil svefn en við getum verið sammála um að við komumst illa af án hans (eða bara alls ekki).

Hlutverk svefns
Við eigum auðvelt með að sjá fyrir okkur að líkaminn hvílist og endurnærist þegar við sofum t.d. þurfum við meiri svefn þegar við erum veik en það er heilinn sem virðist þurfa jafnmikið á hvíldinni að halda. Hann notar tímann til að endurskipuleggja í samræmi við áreitið deginum áður. Ímyndaðu þér bókasafn, það þarf að skrá, flokka og setja á sinn stað svo það sé hægt að finna bækurnar aftur. Þess vegna er svefn mikilvægur fyrir minnið.
svefn er mikilvægur - hundur
Svefnstigin
Svefni er skipt í tvö stig- hægbylgjustig og REM-stig- Við byrjum í hægu bylgjunum og færumst svo yfir í REM-stig og þetta er endurtekið nokkrum sinnum yfir nóttina og í hvert sinn sem við komumst aftur í REM-stigið lengist það. Bæði stigin eru nauðsynleg til að við vöknum úthvíld.

Þegar við erum þreytt verður allt svo miklu erfiðara en það þarf að vera. Við sækjum í skjótfengna orku og kannski aðeins of mikið kaffi sem gerir það svo aftur erfiðara að sofa.

Uppáhalds svefnráðið mitt

Mín uppáhaldsráð til að sofa betur er að gera öndunaræfingar fyrir svefn. Þannig næ ég að slaka á huganum og hreinsa til áður en ég sofna. Annars á ég það á hættu að vakna um miðja nótt til að hjálpa til við endurskipulagninguna í heilanum. Ég er viss um að það ferli virkar miklu betur án minna afskipta 😉

Ég hef notað æfinguna þar sem maður andar að sér á 5 sek, heldur loftinu inni í 5 sek og andar frá sér á 5 sek. Hún virkar mjög vel. Að anda 4x á mínútu hægir á huganum.

Hvert er þitt uppáhaldsráð til að sofa alla nóttina?

 

Svefnkveðjur,
Ragnheiður

P.s. Hér eru ráð til að hægja og huga og líkama fyrir máltíð en þau eru líka nýtanleg og mikilvæg fyrir svefn. Skráðu þig hér og fáðu fría kennslustund: Hættu að borða stress.