Það getur verið hjálplegt að setja sér markmið. Annars gæti maður endað einhvers staðar annars staðar en maður ætlaði sér. Það er gott að hafa einhverja stefnu í lífinu. Það er nokkrir þætti sem hafa áhrif á útkomuna. Það er t.d. spurning hversu vel ígrunduð markmiðin eru sem við setjum okkur. Það getur nú haft áhrif á útkomuna og árangurinn.

En hvernig gengur þér með þín markmið? Byrjarðu svaka vel en gleymir þeim síðan? Eða færist bara svona alveg óvart frá þeim? Hindranirnar skjóta upp kollinum eins og gorkúlur og þú hefur ekki við að vinna þig framhjá þeim.

Hefurðu prófað að draga að þér það sem þú vilt ná fram með “law of attraction”? Gekk það ekki heldur?

Það er ekki nú ekki víst að það sé þér að kenna. Það er langtum líklegra að þú hafir ekki haft alla þættina sem þarf til að markmiðin verði að veruleika.

Vinkona mín og mentor, Denise Duffield-Thomas kennir einfalda og praktíska formúlu til að ná markmiðum og gera “law of attraction” þinn besta vin. Denise er ástralska idolið mitt. Ég hef aldrei átt neitt idol en hún kemst næst því.

Hún kennir aðallega konum að komast í gengum hindranir í sambandi við auðlegð og peninga og formúlan hennar kemur frá því að kenna þúsundum kvenna að tækla hugarfarið svo það þvælist ekki fyrir þeim þegar þær eru uppteknar við að breyta heiminum.

Hún er svo yndislega easy going og fyndin. Það þýðir að formúlann hennar er einföld, skemmtileg og þægileg. Þessi mynd er einmitt svo lýsandi fyrir hana og tilvitnunin fyrir neðan myndina  😉

affiliate-banner-250x250-01-5

“You don’t need to be perfect, meditate five hours a day or chant naked under a full moon to manifest your ideal life!” – Denise Duffield-Thomas.

Maður þarf sem sagt ekki að vera fullkomin, hugleiða í 5 tíma á dag eða kyrja á fullu tungli til að ná markmiðum sínum í lífinu. Það er nú léttir 🙂

Hún Denise vinkona mín er sko aldrei með neitt vesen. Þessi formúla er meira að segja frí þannig að ef þú vilt ná markmiðum þínum þá er þér ekkert að vanbúnaði 🙂

Hér er formúlan. Prófaðu að lesa hana með áströskum hreim.

“But you DO need to CLEAR your mind of any blocks, get CRYSTAL clear on your goals, infuse every part of your day with positivity, take inspired ACTION and learn to RECEIVE (yes, it’s a learned process – women really struggle with that part).” – Denise Duffield-Thomas

Ég elska ástralska hreiminn hennar Denise.. ok ok hún er pottþétt komin á idola-listann minn.

Það fer að verða síðasti séns að ná markmiðunum áður en næstu áramótaheit verða strengd þannig að þetta fer fullkomin tími til að fara í gegnum formúluna hennar Denise og ná þínum markmiðum sem fyrst.