Ég bara spyr af því að ég hef heyrt af heimilum þar sem það er alveg bannað 🙂
Ég las áhugavert viðtal við þjóðfræðinginn Kristínu Einarsdóttur í jólablaði Fréttablaðins þar sem hún talar um jólasiði Íslendinga.
Þar talaði hún um að jólin væru eins og leikrit. Við setum saman handrit að okkar jólum og fylgjum því svo eftir.
Við tökum litla búta héðan og þaðan og setjum saman okkar jólahandrit. Röðum saman bútum úr æsku okkar og tökum jafnvel hluta úr bíómyndum og blöðum.
Þegar við förum að búa með öðrum gætu málin flækst aðeins þar sem handritið er ekki eins hjá báðum 🙂
Ég held að flestir kannist við það 🙂
Þegar ég og maðurinn minn byrjuðum að búa kom auðvitað í ljós að okkar handrit var ekki eins.
Ég borða til dæmis ekki uppáhalds jólamatinn hans ( og margra Íslendinga).
Hamborgarhrygg.
Úps!
Það þurfti að finna lausn á þessu fyrir fyrstu jólin 🙂
Við byrjuðum á að hafa kalkún fyrstu jólin en eftir að yngri dóttirinn fæddist höfum við reynt að einfalda jólamáltíðina og síðustu ár höfum við grillað lambafile.
Sumum þætti það ekki vera jólamatur en þegar meðlætið er klætt í jólabúning þá skiptir litlu hvaða ,,kjöt” eða ,,ekki kjöt” er á boðstólnum.
Allavega fyrir okkur 🙂
Við erum s.s. opin fyrir breytingum á jólamatnum.
Það er ekkert víst að þetta verði alltaf í matinn.
En hjá sumum má alls ekki breyta.
En þá komum við að því hvernig matur og tilfinningar tengjast og hvernig maturinn skapar stemminguna.
Mér finnst einmitt svo gaman og áhugavert að skoða jólahefðirnar með augum næringar og núvitundar (mindful eating).
Það getur verið áhugavert að skoða hvaða hugsanir og tilfinningar vakna ef maður hugsar um það að breyta einhverjum einum rétti á jólaborðinu.
Finnur maður fyrir óöryggi eða finnur maður fyrir spennu að prófa eitthvað nýtt?
Er manni alveg saman eða vill maður alls ekki breyta?
Svona er hægt að skoða hugsanir og tilfinningar í sambandi við matinn án þess að ganga alla leið 😉
Þannig getur maður lært eitthvað nýtt um sjálfan sig.
Hver fjölskylda finnur svo út úr þessu fyrir sig hvaða jólahefðir eru algjörlega nauðsynlegar og hverjum má breyta.
Hvar má breyta handritinu og hvar ekki 🙂
Aðalmálið er auðvitað samveran með fjölskyldu og vinum og að upplifa jólakærleikann innra með sjálfum sér.
P.s. Hér er sama umræðuefni í myndbandi á youtube ef þú ert meira fyrir myndbönd en texta 🙂
P.s.s. Borðarðu of hratt? Frí kennslustund um hvernig þú getur náð að róa huga og líkama niður fyrir máltíð: http://www.rgudjons.com/stress