Það eru fjölmargir innri og ytri þættir sem hafa áhrif á svengd. Ef þú skoðar myndina sérðu að það eru margir mismunandi þættir sem geta haft áhrif.

Svengd innri og ytri þættir

 

Dæmi um ytri þætti eru þættir eins og hvernig við skynjum matinn, hvort okkur þyki hann lystugur, góður, vondur, girnilegur o.s.frv. Umhverfisþættir geta verið hitastig og veður en einnig menningarlegur og félagslegur bakgrunnur ásamt félagslegri stöðu.

Við tengjum innri þætti líkamanum og dæmi um slíka þætti eru efnaskipti, melting og taugakerfi en einnig undirliggjandi sjúkdómar og lyfjainntaka.

Streita og tilfinningar eru síðan dæmi um þætti sem flokkast bæði sem ytri og innri áhrifaþættir. Streita kemur úr umhverfinu en hvernig við höndlum hana skiptir öllu máli. Hún hefur áhrif á líkamann og sem dæmi getur steita dregið úr virkni meltingarkerfisins. Þess vegna er enn mikilvægara að stoppa og njóta þess að borða en ekki bara gleypa í sig matinn. Anda djúpt nokkrum sinnum áður en þú byrjar að borðar. Hægja aðeins á önduninni og þannig einnig á huganum. Þannig fáum við til dæmis tækifæri til að sjá hvernig okkur líður og hversu svöng við erum. Það eru mikilvægar upplýsingar fyrir okkur áður en við byrjum að borða. Tilfinningar geta síðan haft áhrif á hvernig við borðum, hvað við veljum að borða og hversu mikið. Hvernig okkur líður getur síðan haft áhrif á efnaskipti líkamans og hvernig hann meltir fæðuna sem við innbyrgðum sbr. streituna og meltinguna. Mindful eating getur verið gagnlegt því þar fáum tækifæri til að vera meðvituð og til staðar við það sem við erum að gera, skoða hugsanir og tilfinningar okkar án þess að dæma og þannig minnkað streituna þegar við borðum. Þá er nú til einhvers unnið 🙂

Njóttu dagsins,
Ragnheiður