Ég hef verið að glugga í bók sem heitir The Miracle of Mindfulness eftir búddamunkinn Thick Nhat Hanh. Þar er meðal annars sögð saga af manni sem deildi tangarínu með höfundinum undir tré í fallegum garði en var um leið að skipuleggja spennandi verkefni í framtíðinni. Maðurinn tók einn lauf af tangarínunni og setti upp í sig og áður en hann byrjaði að tyggja var hann tilbúinn með næsta lauf. Hann var sem sagt ekki með athyglina á því sem hann var að gera heldur á verkefnunum sem hann var að skipuleggja. Munkurinn minnti hann á að einbeita sér að núinu með því að segja eitthvað á þá leið að hann ætti að borða laufið sem hann væri búinn að taka. Það þurfti ekki meira til. Það var nóg til að maðurinn áttaði sig á því hvað hann var að gera. Hann var ekki að borða tangarínu, hann var að „borða“ framtíðarplönin sín.
En hversu oft erum við með hugann við það sem við erum að gera? Hversu oft náum við þeirri einbeitingu? Og náum að halda henni?
Hversu oft eru við að skipuleggja framtíðina, ja eða dvelja við atvik fortíðarinnar þegar við erum að borða? Og hversu oft borðum við með fréttatímann á fullu? Ætli sé gott fyrir okkur að borða með fréttirnar á fullu?
Ég held bara ekki.
Við erum ansi oft á sjálfsstýringu bæði þegar við veljum það sem við ætlum að borða, eldum og borðum. Það er auðvitað ekki til neinn einn heilagur sannleikur en ég veit þó að ef við borðum með meiri meðvitund, gefst okkur tækifæri til að stilla okkur inn á líkamann og hlusta eftir merkjum hans. Þá fáum líka tækifæri til að taka eftir hugsunum okkar og tilfinningum í sambandi við matinn og upplifunina við það að borða. Þannig náum við betur að njóta þess að borða og nærast.
Njóttu dagsins,
Ragnheiður