
Þessi skápaóeirð – þegar við erum að leita í skápana seinnipartinn og/eða á kvöldin – getur verið alveg glötuð. Stundum veit maður ekki einu sinni að hverju maður er að leita. Bara einhverju góðu.
En það er óþarfi að örvænta í þessum fría netfyrirlestri fer ég bæði í ástæður og hvað er til ráða.
Hér fyrir neðan eru myndbönd sem geta verið góður undirbúningur fyrir netfyrirlesturinn.
Myndband 1 er um streitu og mataræði og myndband 2 um hvort við notum meira sjálfsumhyggju eða svipuna á okkur við breytingar.