Ertu alveg að fara að byrja að hugleiða? Er það búið að vera lengi á stefnuskránni?
Það eru auðvitað fjölda margar ástæður til að tileinka sér hugleiðslu sem daglega venju.
Oft eru það okkar persónulegu ástæður, eitthvað sem við tengjum sérstaklega við, sem heldur okkur við áskorunina að gera hugleiðslu að daglegri venju.
Það getur líka hjálpað þegar maður er að ákveða að byrja á nýjum vana sem styður við heilsu og vellíðan okkar þ.e. að vita af hverju við erum að byrja á þessum vana en ekki einhverjum öðrum.
Þegar ég var að byrja að hugleiða átti ég ekki svona góðar persónulegar ástæður. Ég hafði bara heyrt að þetta væri gott fyrir mann. Þess vegna held ég að ég hafi dottið inn og út úr þessum vana og verið lengi að koma þessu almennilega inn.
Í þessu myndbandi deili ég mínum þremur persónulegu ástæðum. Það geri ég til að hvetja þig til að finna þínar eigin og kannski örlítið til að hvetja þig til að byrja að hugleiða 🙂
Þó að hugleiðsla sé oftast dagleg venja hjá mér þá á hún það til að detta út. Þá er gott að hafa svona persónulegar ástæður til að byrja aftur <3
Hverjar eru þínar persónulegu ástæður fyrir því að hugleiða? Deildu þeim með mér í kommentunum fyrir neðan 😉
P.s. Ef þú vilt læra hvernig þú sameinar hugleiðslu og það að borða og hvernig þú hættir að borða stress (þreytu eða aðrar tilfinningar), skráðu þig þá á þessa fríu netkennslustund hér: http://www.rgudjons.com/stress