Ertu stundum þreytt seinnipartinn?
Ég held reyndar að það sé alveg eðlilegur hlutur. Maður er nú búin að vera lengi vakandi þá. En stundum þarf maður að komast í gegnum nokkra klukkutíma til áður en maður getur komst í ból.
Ég tók þess vegna saman nokkur praktísk ráð sem þú getur notað strax til að koma þér út úr síðdegissleninu, ja eða jafnvel morgun og miðdegissleni ef því er að skipta 🙂
Ótrúlegt en satt fengu bæði næringarfræðingurinn og jógakennarinn í mér að koma með sína punkta inn í þetta myndband. Það gerir mig alltaf extra hamingjusama 😉
Ef þú hefur meira en nokkur andartök þá er hér frí slökun sem er oft það sem við þurfum mest á að halda svona seinnipartinn, aðeins að gefa líkama og huga smá pásu til að endurnæra okkur fyrir næstu klukkustundir 😉