Við erum flest sammála um að streita er ekki það besta þegar kemur að því að njóta aðventunnar. Hér er nokkrar leiðir og atriði sem er hægt að leiða hugann að og prófa.
-
1. Hægðu á þér
- Notaðu hugleiðslu, öndun, örhugleiðslu
- Þannig færðu tækifæri til að meta hvernig þér líður og líta inn á við
- Andaðu að þér slökun og andaðu frá þér spennu
- Tækifæri til að njóta máltíðarinnar betur og meta svengd og seddu á meðan þú borðar
- Notaðu hugleiðslu, öndun, örhugleiðslu
-
2. Veittu augnablikinu athygli
- Taktu eftir hugsunum þínum og ekki dæma matinn sem þú borðar, líkama þinn, hugsanir og upplifanir.
- Sýndu þér velvild og góðvilja þegar þú ert að borða.
-
3. Allt er gott í hófi.
- Leggðu áherslu á gæði frekar en magn.
- Það má smakka allt og njóta þess.
- Slepptu samviskubitinu.
- líka ef þú gleymdir þessu með hófið, þetta er ferli sem æfist.
-
4. Notaðu fleiri skilningarvit en venjulega til að njóta matarins.
- Finndu lyktina, sjáðu litina, hlustaðu, finndu áferðina, bragðið og njóttu.
- að njóta þess að nærast í núvitund
- Finndu lyktina, sjáðu litina, hlustaðu, finndu áferðina, bragðið og njóttu.
-
5. Æfðu þig í forvitni og áhuga á upplifunum þínum við að undirbúa og borða mat.
- Í jólamánuðinum er svo margt skemmtilegt í boði að skoða og prófa.
- Kannski lærirðu að kunna betur að meta eitthvað sem þú kunnir ekki áður og kannski dettur eitthvað út af uppáhaldslistanum.
- Það er í lagi. Við erum í stöðugri þróun.
-
6. Besta kryddið er hæfileg svengd. Ekki of mikil, ekki of lítil.
- Borðaðu reglulega yfir daginn.
- Drekktu vatn.
- Leggðu áherslu á ferskt matvæli sem mótvægi við allt hitt.
-
7. Þakklæti og aftur þakklæti
- Þannig nærðu að minnka streitu
- Njóta þess sem er, að njóta augnabliksins <3
- Þannig nærðu að minnka streitu
Þá er bara að njóta aðventunnar og hátíðanna með fólkinu sínu og góðum mat 😉
Gleðilega hátíð!
Ragnheiður