*Þú vilt hætta að leita í skápana þegar þú ert stressuð eða líður ekki vel.
*Þú ert undir álagi og tekur það út með því að borða of mikið, of hratt eða eitthvað sem þig vilt síður borða.
Þá getur Næring og núvitund (mindful eating) hjálpað!
Ég er löggiltur næringarfræðingur M.Sc., framhaldsskólakennari og kundalini jógakennari. Þessi breiði bakgrunnur leiddi mig í að sérhæfa mig í Næringu og núvitund (mindful eating/að nærast í núvitund).
Í Næringu og núvitund tengjum við saman núvitund (mindfulness) og það að borða. Þá fáum við tækifæri til að stoppa og njóta þess að borða. Við fáum einnig tækifæri til að meta hvernig okkur líður og hversu svöng eða södd við erum. Tækifæri til að stoppa eitt andartak, anda, skoða, borða og njóta.
Næring og núvitund með áherslu á sjálfsmildi, samkennd og innri kyrrð – Nýtt námskeið
12 vikna netnámskeið þar sem þú lærir einfaldar og áhrifaríkar aðferðir til að hætta að leita í skápana eftir þessu sæta (eða söltu) sem er að fara bjarga lífi þínu. Aðferðirnar hjálpa þér að hluta á líkamann og þína innri visku. Þannig geturðu náð betri takti í að næra líkamann með öðrum leiðum en áður. Í þessu námskeiði sameinum við aðferðir næringar og núvitundar við sjálfsmildi, samkennd og innri kyrrð og búum því frábæran grunn að breytingum sem gagnast okkur allt lífið.
Byrjar apríl 2023
Hefur streita áhrif á hvað við borðum?
Stutta svarið er Já!Hún hefur líka áhrif á hvar og hvernig við borðum.Hún hefur meira segja áhrif á það hvernig við meltum matinn sem við borðum.Þegar við erum stressuð upplifum við tímaskort og þegar við upplifum tímaskort þá veljum við oftast það sem er fljótlegast...
Þetta námskeið hjálpaði mér mjög mikið við það að njóta matarins og stundarinnar að borða.
Ég mæli af heilum hug með námskeiðinu enda færðu marga nytsamlega punkta.