Þegar við erum undir álagi hefur það áhrif á hvað við veljum að borða, hvort við gefum okkur tíma til að borða eða borðum á hlaupum og þannig hefur það áhrif á hvar við borðum.
Ef við upplifum mikinn tímaskort þá getur verið að við borðum standandi eða við tölvuna, í bílnum eða hreinlega á hlaupum.
Í fríu hvatningarvikunni: Hættu að borða stress ætlum við að skoða hvaða leiðir eru færar til að minna álagið og hætta að leita í skápana þegar við erum undir álagi.
Áherslan er á einfaldar og áhrifaríkar leiðir hvort sem við nýtum þær til að hætta að leita í skápana eftir einhverju sætu og/eða söltu þegar þú ert stressuð eða þreytt, til að borða hægar og með meiri meðvitund eða til að hlusta á líkamann og þína innri visku til að þú getir hætt að borða stress.
Hvatningarvikan verður 3.-9.maí 2017